Grísk jarðarberja og vanillu jógúrt með pekankurli

Gríska jógúrtin passar með svo ótrúlega mörgu, hér er hún pöruð saman með jarðarberjum og pekankurli sem passar jafnframt mjög vel með öðrum tegundum af grísku jógúrtinni okkar. Við mælum með því að prófa.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

2 dósir jarðaberja og vanillu Grísk jógúrt @arnaPekan kurlFersk jarðaberPekan kurl :1/2 bolli pekan hnetur1/2 bolli mjúkar steinlausar döðlur

Aðferð

  1. Blandið saman í matvinnsluvél eða saxið mjög smátt niður og blandið vel saman
  2. Takið 2 glös setjið smá af pekan kurli og svo gríska jógúrt, því næst aftur pekan kurl og aftur gríska jógúrt
  3. Toppið með ferskum jarðaberja bitum
  4. Geymist í lokuðu boxi inn í ísskáp í nokkrar vikur og prófið gjarnan með fleiri brögðum af grísku jógúrtinni okkar

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook