Bleikur rauðrófudrykkur

Þessi fallegi bleiki rauðrófudrykkur er frábær fyrir erfiða æfingu, átök eða bara til að njóta. Þessi drykkur er æði!

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

1 frosinn banani

1 msk hempfræ

1 msk akasíuhunang

3-4 hylki rauðrófuhylki (opnuð og duftið notað)

1 bolli hrein grísk jógúrt frá Örnu

Nokkrar msk möndlumjólk

Klakar

 

 

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnum saman í góðum blandara þar til blandan er orðin klár.
  2. Setjið hreina gríska jógúrt innan í glasið og duft úr einu rauðrófuhylki.
  3. Hellið blöndunni í blasið og njótið.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook