Brokkolí waldorfsalat

Innihaldsefni

Brokkolíhaus (meðalstærð)

2-3 epli

50 g valhetur

Granateplakjarnar úr 1/3-1/2 granatepli

50 g dökkt súkkulaði

Örlítið salt

Sítrónusafi úr 1/2 sítrónu

1 dl majónes

2 dl þeyttur rjómi

Aðferð

  1. Skerið brokkolíið smátt niður ásamt eplum, valhnettum og dökku súkkulaði, setjið í skál.
  2. Skiljið örlítið eftir af granateplakjörnunum og dökka súkkulaðinu til að skreyta með á eftir.
  3. Kjarnhreinsið granatepli og setjið kjarnana í skálina. Kryddið með örlitlu salti og kreistið sítrónusafa yfir. Blandið saman.
  4. Setjið mæjónesið út í skálina og blandið saman.

    Þeytið rjómann og blandið saman við. Skreytið með nokkrum granateplakjörnum og dökku súkkulaði.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023