Hindberja og hnetusmjörs grautur sem er alveg dásamlega góður. Það er upplagt að gera þennan graut tilbúinn daginn áður, gera jafnvel nokkra grauta til að eiga út vikuna til að eiga í morgunmat eða sem nesti.
Grauturinn er sætur og góður á bragðið frá náttúrunnar hendi, enda enginn sykur í honum, en hindberin og döðlurnar gera hann sætan.
Það er svo líka kakó í honum og hnetusmjör sem gerir hann alveg svakalega góðan.
Grauturinn gerir mann líka saddan og sælan þar sem hafranir og skyrið gefa góða seddu.
Chia fræin eru mikil ofurfæða, rík af omega 3 fitusýrum og afskaplega trefjarík.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
1 msk chia fræ
1 msk grófir hafrar
1 msk hampfræ
1 tsk kakó
1 1/2 dl mjólk
1 tsk hnetusmjör + meira á toppinn/skraut
1/2 dl frosin hindber + meira á toppinn/skraut
2 döðlur
170 g Örnuskyr með vanillu
1 msk granóla
1 tsk dökkt súkkulaði (rispað með grænmetisflysjara í spænir)
Toppið með vanillu skyri, granóla, frosnum hindberjum, hnetusmjöri og dökkum súkkulaðispænum.
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.