Chia próteingrautur með hindberja sultu

Þessi chia grautur er með miklu magni af próteini og trefjum og er alveg ótrúlega góður og saðsamur.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

Grauturinn

1 dós laktósafrítt vanillu skyr frá Örnu

1 msk chia fræ

3 msk vatn

Hindberjasulta

1/2 bolli frosin eða fersk hindber

 1 tsk chia fræ

1 msk hlynsýróp 

Aðferð

  1. Hrærið chia fræin við vatnið og geymið í ca 15 mín, eða þar til fræin eru búin að draga í sig vatnið og orðin að chia geli
  2. Hrærið chia gelinu og skyrinu saman
  3. Hindberjunum, chia fræjum og hlynsýrópi stappað/hrært saman í skál
    Ef þú notar frosin ber lofaðu þeim þá aðeins að þiðna áður en þú stappar þau og hrærir allt saman
  4. Svo setur þú smá af sultunni í botninn á glasi og setur því næst chia grautinn ofaná og svo toppar þú með smá meira af sultu, smá hempfræjum og hörfræjum- getur líka skellt jafnvel pínu hlynsýróp og ferskum berjum til að gera extra sparilegan desert

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook