Hollur og góður karamellu eftirréttur

Þessi karamellu eftirréttur er allt í senn bragðgóður, einfaldur og hollur. Hann inniheldur chia fræ sem innihalda kalk, sink, magnesíum og járn, þau eru talin ein besta plöntu uppspretta af omega-3 fitusýrum sem vitað er um. Þau eru rík af andoxunarefnum og próteinum, innihalda allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar og eru rík af auðmeltum trefjum.

Auk hefðbundna jógúrtgerla eru A og B gerlar einnig notaðir.

Rannsóknir benda til að starfsemi ab gerla í meltingarveginum geti aukið mótstöðuafl líkamans.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

2 dósir karamellu ab mjólk frá Arna 

3 msk chia fræ 

1 msk hörfræ

Aðferð

  1. Öllum hráefnum hrært vel saman og geymt yfir nótt í ísskáp
  2. Skipt á milli tveggja glasa og toppað með smá hlynsýrópi, ristuðum kókosflögum og súkkulaði bitum

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook