Ef þú ert að leita þér að einhverju skemmtilegu til að prófa til dæmis í morgunmat, hádeigismat eða hvenær sem er þá mæli ég með að prófa þessa gulrótaköku-hafraböku.
Hafrabaka er bakaður hafragrautur eins og nafnið gefur til kynna. Það er rosalega einfalt að útbúa hana og fljótlegt. Áferðin minnir á köku og bragðast bakan alveg dásamlega, eins og gulrótarkaka.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.