Setjið smjörið á pönnuna og bræðið það, bætið lauknum út á pönnuna og steikið þar til mjúkur í gegn. Bætið hveitinu út á pönnuna og blandiðð öllu vel saman þar til smjörið og hveitið hefur myndað bollu.
Bætið mjólkinni út á pönnuna, 1 dl í einu og hrærið vel á milli þar til blandan verður kekklaus.
Skerið fiskinn og kartöflurar smátt niður og bætið út á pönnuna, hrærið öllu vel saman.
Kryddið til með salti og pipar.
Berið plokkfiskinn fram með rúgbrauði með smjöri og fersku salati.