Heitt súkkulaði eins og á jólamörkuðunum

Hér höfum við heitt súkkulaði sem minnir mig á heitt súkkulaði sem ég fékk á jólamarkaði um árið. Það er ríkt af súkkulaði, svolítið þykkt og með extra miklum rjóma með kanil yfir.

Ótrúlega bragðgott og einfalt heitt súkkulaði sem er kjörið að gæða sér á, á köldum vetrardögum.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

1000 ml nýmjólk frá Örnu mjólkurvörum

450 g suðusúkkulaði

Rjómi frá Örnu mjólkurvörum (magn fer eftir smekk)

Kanill (má sleppa)

Aðferð

  1. Setjið mjólkina í pott og hitið að suðu en látið ekki sjóða.
  2. Skerið súkkulaðið niður í bita, slökkvið á hitanum undir mjólkinni, bætið súkkulaðinu út í hrærið saman þar til allt hefur samlagast.
  3. Hellið í bolla eða glös, þeytið rjómann og bætið út á kakóið. Ef þið viljið þá getiði sett rjómann í sprautupoka með stjörnustút og sprautað rjómanum út á kakóið eins og ég gerði.
  4. Takið súkkulaði spænir og setjið yfir kakóið og skreytið með kanilstöng.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook