Súkkulaðikaka með marengs

Hér höfum við franska súkkulaðiköku toppuð með marengs sem er stökkur að utan og blautur að innan. Þessi er alveg einstaklega góð og hentar afskaplega vel sem eftirréttur þegar vel á að gera við sig.

Þessi kaka er miklu einfaldari en hún lítur út fyrir að vera og er þar að auki mjög fljótleg líka.

Uppskrift og myndir eru frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

100 g smjör

60 g sykur

4 eggjarauður

1 tsk vanilludropar

80 g hveiti

1 msk kakó

½ tsk lyftiduft

70 ml mjólk

Marengs

4 eggjahvítur

150 g sykur

Rjóma toppur

200 ml rjómi

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst, bætið þá eggjarauðunum út í, eina í einu og þeytið vel á milli. Setjið vanilludropana út í og þeytið.
  3. Blandið saman hveiti, kakó og lyftidufti. Hellið ofan í deigið og blandið saman ásamt mjólkinni.
  4. Setjið smjörpappír ofan í 22 cm breytt kökuform, brjótið hann þannig að hann passar fullkomlega ofan í. Hellið deiginu ofan í formið og sléttið úr því (ekki baka).
  5. Þrífið hrærivélaskálina og þeytarann mjög vel með nóg af sápu og heitu vatni (við viljum ná allri fitu af skál og þeytara áður en við þeytum marengsinn, annars þeytist hann illa).
  6. Setjið eggjahvíturnar ofan í skálina og byrjið að þeyta, þegar þær byrja að freyða, setjið þá sykurinn rólega út í, þeytið áfram þar til alveg stífir toppar hafa myndast á eggjahvíturnar.
  7. Setjið marengsinn ofan á súkkulaðikökuna, sléttið úr honum með sleikju og bakið inn í ofni í 33 mín. Kælið kökuna.
    Þeytið rjómann og setjið ofan á kælda kökuna.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook