Hrærður “whipped” bleikur kryddostur

Hrærður, “whipped”, bleikur kryddostur úr eldhúsinu hennar Jönu. Dásamleg ídýfa, sem smurostur og sem meðlæti með mat og ekki skemmir þessi fallegi bleiki litur fyrir.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

1 stk kryddostur með pipar frá Arna

1-2 Rauðrófur (fer eftir stærð) flysjaðar og skornar í bita ca. 100-150 gr

1-2 msk góð ólífuolía

Aðferð

  1. Sett saman í góða matvinnsluvél og hrært saman þar til þetta er orðið silkimjúka og með áferð eins og hummus
  2. Ég skreytti svo með smá kapers, ólífuolíu og svörtum sesamfræjum
  3. Dásamleg ídýfa, “ smurostur” og sem meðlæti með mat og ekki skemmir þessi fallegi bleiki litur

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook