Silkimjúkur espresso smoothie

Silkimjúkur Espresso smoothie sem frískar og þig upp og gefur þér orku!

Smoothie drykkurinn inniheldur vanillu ab-mjólk, banana, vanillu próteinduft, espresso skot, hafra, chia fræ og fullt af klökum.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

1 banani

1 espresso skot (sterkur lítill kaffibolli)

2 msk hafrar

1 skeið vanillu prótein

1 msk chia fræ

2 dl vanillu ab – mjólk frá Örnu Mjólkurvörum

Klakar

Aðferð

  1. Setjið allt saman í blandara og blandið þar til mjúkur drykkur hefur myndast.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook