Kjúklingaréttur með rauðu pestó, döðlum og salatosti

Dásamlegur kjúklingaréttur með pestórjóma og salatosti úr eldhúsinu hennar Jönu. Frábært að bera réttinn fram með léttu og einföldu salati og hrísgrjónum.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

1kg af kjúklingalundunum – eða bringunni skornar í litla bita

salt & pipar 

2 msk ólífuolía

1 tsk rósmarín

 

4 msk rautt Pesto 

1 rauðlaukur smátt skorin 

3 hvítlauksrif 

400 ml rjómi

1/2 bolli steinlausar döðlur skornar í litla bita 

Salt & pipar

1 krukka salat ostur í kryddlegi 

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður
  2. Byrjið á að setja kjúklinginn, ólífuolíu, salt, pipar og rósmarín á pönnu og lofið kjúklinginum að verða gullinn á litinn.
  3. Á meðan hrærið þið pestó, lauk, hvítlauk, rjóma, döðlum, salt og pipar saman í skál.
  4. Setjið svo kjúklinginn í eldfast mót, hellið pestó sósunni yfir og því næst salatostinum
  5. Setjið inn í ofn í ca 30 mín.
  6. Frábært að bera fram með léttu og einföldu salati og hrísgrjónum

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook