Hrekkjavökuhugmynd – drauga pizza

Hér höfum við skemmtilega hugmynd fyrir hrekkjavökuna sem gaman er að gera með fjölskyldunni.

Pizzadeig er flatt út þannig að það líkist draugi, deigið toppað með pizzasósu og rifnum osti. Tvær ólífur og tómatur myndar svo munninn. Ótrúlega einfalt og skemmtilegt sem allir ættu að geta gert.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Pizzadeig

Pizzasósa

230 g Rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum

2 stk ólífur

1 kirsuberjatómatur

Hvítlauksolía (má sleppa)

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C, undir og yfir hita.
  2. Fletjið út pizzadeigið (mér finnst best að gera það í höndunum og toga það til), þegar þokkalegur hringur hefur myndast, togið þá deigið til frá hliðunum þannig að það myndar hendur, takið svo neðsta partinn og togið hann til hliðar.
  3. Setjið pizzasósu á botninn og svo vel af rifnum osti.
  4. Setjið tvær ólífur til að mynda augu og tómatinn fyrir neðan svo hann myndi munn.
  5. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 10-15 mín eða þar til osturinn byrjar að brúnast og kantarnir á deiginu sömuleiðis.
  6. Mjög gott að bera pizzuna fram með hvítlauksolíu.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook