Kaffikaramelluskyr ískaffi

Ég hreinlega elska nýja kaffiskyrið frá Örnu Mjólkurvörum og Te og kaffi (ég borða eina dós helst á hverjum degi) og það er svooo gott að blanda því saman við smá mjólk til að þynna það og hella því yfir kaffi með klökum! 🤤🤤

Próteinríkt, nærandi og einstaklega ljúffengt ískaffi sem þú bara verður að smakka.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

200 g kaffiskyr með karamellu frá Örnu Mjólkurvörum

150 ml mjólk

Klakar

French Roast kaffihylki frá Te og Kaffi

Aðferð

  1. Hellið upp á sterkan kaffi (espresso) og leyfið kaffinu að kólna á meðan þið gerið drykkinn.
  2. Setjið kaffiskyr og mjólk í skál og blandið vel (þægilegt að nota litinn rafmagnsþeytara)
  3. Setjið klaka í glas og hellið kaffinu yfir klakana, hellið svo skyrblöndunni yfir og njótið.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook