Kjúklingasalat með hunangs sinnepssósu

Hér höfum við dásamlega ferskt og bragðgott kjúklingasalat. Sósan er einstaklega ljúffeng hunangssinnepssósa með grískri jógúrt í grunninn svo hún er létt og góð.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

1 haus romain salat

1/2 agúrka

1 mangó

800 g kjúklingalæri

1 msk góð kjúklingakryddblanda

Brauðteningar

Salatostur frá Örnu Mjólkurvörum

200 g grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

1 1/2 msk sterkt sinnep

1 /2 msk hunang

Salt og pipar

Aðferð

  1. Skerið salatið, agúrkuna og mangóið niður og setjið í skál.
  2. Kryddið kjúklingalærin vel og steikið þá á pönnu þar til þau eru elduð í gegn. Skerið þau niður í bita og setjið út á salatið með brauðteningum og salatosti.
  3. Setjið grísku jógúrtina í skál ásamt sinnepi og hunangi, kryddið til með salti og pipar, blandið vel saman og hellið 1/2 af sósunni yfir salatið og blandið saman.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook