Vanillu bollakökur með hindberjasmjörkremi

Vanillu bollakökur með hindberjasmjörkremi.

Þessar bollakökur eru alveg dásamlega góðar! Vanillubollakökurnar eru einstaklega mjúkar, rakamiklar og ekki of sætar. Kremið með þeim er dásamlega góða hindberjasmjörkremið sem ég og fleiri, alveg elska.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

125 g smjör

200 g sykur

2 egg

1 eggjahvíta

2 tsk vanilludropar

200 g hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

180 ml grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

Hindberjasmjörkrem

300 g smjör

400 g flórsykur

2 dl frosin hindber

Fersk mynta (má sleppa)

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Þeytið smjörið og sykur þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggjunum út í, eitt í einu og þeytið á milli.
  4. Bætið eggjahvítunni út í og þeytið.
  5. Bætið vanilludropunum saman við og þeytið.
  6. Blandið saman hveitinu, matarsóda, lyftidufti og salti. Bætið út í deigið og blandið saman létt.
  7. Blandið gríska jógúrtinu saman við.
  8. Setjið pappísbollakökuform í bollakökuforms álbakkann og fyllið formið upp 2/3, bakið í 15-20 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  9. Kælið kökurnar.
  10. Setjið frosnu hindberin í lítinn pott og bræðið þau við vægan hita.
  11. Kremjið þau í gegnum sigti svo safinn renni af þeim en steinarnir verða eftir. Kælið safann en fleygið steinunum.
  12. Þeytið smjörið vel og lengi þar til það er orðið ljóst, bætið þá út í flórsykrinum og þeytið áfram þar til kremið er orðið silkimjúkt og létt.
  13. Þeytið hinberjasafann saman við kremið.
  14. Setjið kremið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút. Sprautið kreminu á hverja köku með því að byrja í miðjunni og snúa hring út.
  15. Skreytið með ferskri myntu ef þið viljið.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook