Hér höfum við dásamlega ferskt og bragðgott kjúklingasalat. Sósan er einstaklega ljúffeng hunangssinnepssósa með grískri jógúrt í grunninn svo hún er létt og góð.
Skerið salatið, agúrkuna og mangóið niður og setjið í skál.
Kryddið kjúklingalærin vel og steikið þá á pönnu þar til þau eru elduð í gegn. Skerið þau niður í bita og setjið út á salatið með brauðteningum og salatosti.
Setjið grísku jógúrtina í skál ásamt sinnepi og hunangi, kryddið til með salti og pipar, blandið vel saman og hellið 1/2 af sósunni yfir salatið og blandið saman.