Kóríander og lime sósa

Hér höfum við kalda kóríander og lime sósu.

Dásamlega góð köld kóríander og lime sósa sem smellpassar með grillmatnum. Sósan er fersk og afar bragðgóð.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

250 g grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

1 tsk hvítlaukskrydd

1 tsk laukkrydd

1 tsk salt

1 tsk pipar

1 tsk þurrkað dill

Börkurinn af 1 lime

Safi úr 1 lime

1 lúka ferskt kóríander, smátt saxað

1 msk ólífu olía

Aðferð

  1. Blandið öllu vel saman og kælið. Gott er að láta standa í 2-3 klst inn í ísskáp til að leyfa brögðunum aðeins að marinerast og jafna sig í sósunni áður en hún er borin fram en alls ekki nauðsynlegt.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook