Skyr smoothie með berjum

Mér finnst alveg ótrúlega langt síðan ég deildi með ykkur hér smoothie uppskrift en það er eitthvað sem ég borða á nánast hverjum degi. Það er mismunandi hvað ég set í smoothie-ana og hvort ég borða þá með skeið upp úr skál eða drekk úr glasi.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

1 dós bláberja skyr frá Örnu

1 dl frosið mangó

1 dl frosin jarðaber

1 dl frosin bláber

2 dl vatn

Aðferð

  1. Setjið öll innihaldsefni saman í blandara og blandið þangað til silkimjúkt krap myndast.
  2. Hellið drykknum í skál eða glas og skreyttu með berjum og myntu.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook