Ljúffengt kaffiskyr komið á markað

Arna hefur í samstarfi við fyrirtækið Te & kaffi hafið framleiðslu á nýrri kaffiskyrlínu.

Um er að ræða einstaklega vel heppnaða skyrlínu sem samanstendur af þremur bragðtegundum af ljúffengu og einstaklega mjúku skyri. Bragðtegundirnar eru kaffi&vanilla, kaffi&karamella og kaffi&jarðarberja.

Við erum einstaklega stolt af þessu samstarfsverkefni en skyrið er væntanlegt í verslanir um land allt í vikunni.