Próteindrykkir
frá ÖRNU+

Við kynnum nýja heilsuvörulínu á markað, ARNA+.

ARNA+ er vörulína sem verður samsett af vörum frá Örnu sem hafa aukalega heilsusamlega kosti og viðbætur… eitthvað meira, eitthvað PLÚS.

Fyrsta varan á markað eru ÖRNU+ próteindrykkirnir sem eru fáanlegir í þremur bragðtegundum, jarðarberja-, súkkulaði- og kaffibragði. Í hverri fernu af ÖRNU+ próteindrykkjum eru 30g af próteini. Viðbættum sykri hefur verið haldið í lágmarki og próteindrykkirnir eru að sjálfsögðu án laktósa.