Mjólk og rjómi
án laktósa

Arna framleiðir tvær tegundir af drykkjarmjólk úr íslenskri kúamjólk þar sem búið er að kljúfa mjólkursykurinn. Léttmjólkin er fituskert eins og venjuleg léttmjólk og Nýmjólkin er sem önnur Nýmjólk. Báðar tegundir eru því úrvals vörur fyrir alla með mjólkursykursóþol eða kjósa einfaldlega bragðgóðar og hollar vörur – án laktósa. Fáanlegt í 1 líters fernum.

Örnu rjóminn er framleiddur úr íslenskri kúamjólk með aðferð sem tryggir niðurbrot alls mjólkursykurs og er sérstaklega þróaður til að mæta þörfum þeirra sem hafa mjólkursykursóþol. Rjóminn inniheldur 36% fitu og hentar afar vel til allrar matargerðar og veisluhalda.