Ernirinn er tilkomumikið fjall sem stendur fyrir miðri Bolungarvíkinni. Það er vinsælt að ganga á fjallið og fram á brúnirnar og dást að stórfenglegu útsýninu yfir Bolungarvík og Ísafjarðardjúp. Uppganga á fjallið er frá Miðdal í Syðridal og gengið áleiðis upp í Vesturlöndin og þaðan upp á fjallið. Vegalengdin er ekki löng en hæðarmunur mikill þar sem fjallið er tæpir 700 metrar á hæð.

Teikning: Berglind Halla Elíasdóttir