Hrein hafrajógúrt að grískum hætti fær heiðursverðlaun

Hrein hafrajógúrt að grískum hætti sem Arna framleiðir undir vörumerkinu Vera Örnudóttri hlaut heiðursverðlaun á matvælasýningunni International Food Contest í Herning í Danmörku dagana 1-3 október. Við erum virkilega lukkuleg með þennan heiður og af þessari vöru og okkar fólki Á meðfylgjandi mynd eru Sigurður Mikaelsson og Oddgeir Sigurjónsson sem tóku við verðlaununum fyrir hönd […]
Arna fremst í flokki framleiðslufyrirtækja í Maskínu 2024

Arna var valin fremst í flokki framleiðslufyrirtækja í Meðmælingu Maskónu árið 2024. Við erum virkilega þakklát og lukkuleg með þessa viðurkenningu og þökkum kærlega fyrir okkur. Tilgangur Meðmælingarinnar er að vekja athygli á og hampa þeim fyrirtækjum sem veita almenningi frábæra þjónustu. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Ólafur Þór Gylfason frá Maskínu og Óskar Örn […]
Haustjógúrtin er komin í verslanir

Nú er haustið á næsta leiti og berjailmurinn orðinn ríkjandi í vinnslusalnum hjá okkur hérna í Bolungarvík. Við höfum hafið framleiðslu á haustjógúrtinni okkar með íslenskum aðalbláberjum Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að haustjógúrtin verður nú aftur fáanleg í fallegri glerkrukku og nú með nýju og endurbættu útliti Haustboðinn ljúfi verður fáanlegur í […]
Kakómjólk frá Örnu er komin í verslanir

Við svörum kallinu! Það er okkur virkilega sönn ánægja að kynna á markað nýja vöru, sem mikið hefur verið spurt um í gegnum árin og er nú orðin að veruleika! Kakómjólk án laktósa frá Örnu er fáanleg í verslunum um land allt Hlýjar kveðjur frá Bolungarvík!
Sumarjógúrt

Sumarjógúrt með hindberja&sítrónubragði er nýjasta viðbótin í árstíðarbundnu vörunum okkar. Ómótstæðilegt hindberja&sítrónubragð sem kemur með sumarið til þín! Árstíðarbundnu vörurnar okkar hafa verið skemmtileg viðbót við vöruflóruna, rjómakennd grísk jógúrt, bragbætt með ýmsum gómsætum brögðum sem passa hverri árstíð fyrir sig. Á sama tíma og við byrjum að dreifa nýju sumarjógúrtinni með hindberja&sítrónubragði í verslanir, […]
ARNA+heilsuvörulína

Við kynnum nýja heilsuvörulínu á markað, ARNA+. ARNA+ er vörulína sem verður samsett af vörum frá Örnu sem hafa aukalega heilsusamlega kosti og viðbætur… eitthvað meira, eitthvað PLÚS. Fyrsta varan á markað eru ÖRNU+ próteindrykkirnir sem eru fáanlegir í þremur bragðtegundum, jarðarberja-, súkkulaði- og kaffibragði. Í hverri fernu af ÖRNU+ próteindrykkjum eru 30g af próteini. […]
Haustjógúrtin er komin í verslanir

Nú ilmar vinnslusalurinn hjá okkur í Bolungarvík af berjailmi og haustboðinn ljúfi, haustjógúrtin okkar góða er komin í verslanir um land allt. Sem fyrr er haustjógúrtin bragðbætt með íslenskum aðalbláberjum og verður fáanleg á meðan berjabirgðir endast inn í haustið. Það er því um að gera að næla sér í dós í næstu verslun.
Sumarjógúrtin komin í verslanir

Það er kominn sumarilmur í vinnsluna hjá okkur, rabarbarailmurinn er allsráðandi og framleiðsla á sumarjógúrtinni okkar er hafin. Sumarjógúrtin er eins og fyrri ár bragðbætt með handtýndum vestfirskum rabarbara og útkoman er silkimjúk og gómsæt jógúrt í fallegri 230g glerkrukku. Krukkuna er tilvalið að geyma, taka límmiðan af og endurnýta með ýmsum hætti, hvort sem […]
Ljúffengt kaffiskyr komið á markað

Arna hefur í samstarfi við fyrirtækið Te & kaffi hafið framleiðslu á nýrri kaffiskyrlínu. Um er að ræða einstaklega vel heppnaða skyrlínu sem samanstendur af þremur bragðtegundum af ljúffengu og einstaklega mjúku skyri. Bragðtegundirnar eru kaffi&vanilla, kaffi&karamella og kaffi&jarðarberja. Við erum einstaklega stolt af þessu samstarfsverkefni en skyrið er væntanlegt í verslanir um land allt […]
Primus próteinvatn er komið aftur í verslanir

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Primus próteinvatn er aftur fáanlegt í verslunum eftir framleiðsluhlé. Við hvetjum því alla sem eru að leita sér að fljótlegum og góðum próteingjafa til þess að næla sér í dós af Primus, en bragðtegundirnar sem eru fáanlegar eru epla, appelsínu og sítrónu. Primus próteinvatn fæst í verslunum […]